Tannplantar

Hvað eru tannplantar?

Það eru skrúfur gerðar úr titan málmi sem græddar eru í bein þar sem tannrót vantar (tönn hefur verið fjarlægð, orðið fyrir áverka ofl). Á tannplöntum má byggja tannkrónur, brýr eða jafnvel heila tanngarða. Með tannplöntum má festa gervitennur með smellum.

Hverjum hentar tannplantar?
Þeim sem misst hafa tönn eða tennur og hafa beinstuðning til að festa titanskrúfurnar. Best er að leita álits hjá sérfræðingi og fá úr því skorið hvort viðkomandi hefur möguleika á tannplantaígræðslu.