Fagurfræði í tannlækningum

Lýsing tanna

Boðið er upp á tvær tegundir af lýsingu heima og á stofu.

Lýsing heima

Búnar eru til mjúkar plastskinnur sem laga sig að tönnum lýsingarþega. Í skinnurnar er sett lýsingarefni. Mislangan tíma tekur að ná árangri og einnig sækist fólk eftir mismiklum árangri. Yfirleitt tekur ferlið sjö til tíu daga. Lýsingarþeginn þarf að vera með skinnuna í tvo til fjóra tíma á dag. Einnig er hægt að sofa með skinnuna þar sem efnið virkar eingöngu í fjóra tíma.

Lýsing framkvæmd á stofu

Lýsingarþegi þarf að ætla sér tvær klukkustundir í verkefnið. Tennur eru hreinsaðar og pússaðar en æskilegt er að tannhreinsun hafi verið gerð nokkrum dögum áður en lýst er. Hlífðarefni er sett á tannhold, lýsingarefnið borið á tennurnar og látið liggja á þeim í 60 mínútur undir sérstöku ljósi. Aferðin krefst ekki eftirmeðferðar fyrir sjúkling heima.

Aukaverkanir
Tennur geta orðið viðkvæmar eftir meðferð og meðan á henni stendur. Gott er að setja flúor á tennurnar eftir lýsingu.

Árangur lýsingar er háður lífstíl hvers og eins. Mikil kaffidrykkja og reykingar geta dregið úr árangri. Góð munnhirða er lykilatriði til árangurs.